Sæluvikulokaspretturinn er hafinn

Kristín Ragnarsdóttir myndlistarkona. Mynd: PF.
Kristín Ragnarsdóttir myndlistarkona. Mynd: PF.

Þá er endasprettur Sæluviku að hefjast, eins og segir á heimasíðu Svf. Skagafjarðar en í dag er lokadagur sölusýningar á verkum notenda Iðju-dagþjónustu í Landsbankanum og SÝN myndlistasýningar í Safnahúsinu. Vinnustofa og steinasafn er opið í Víðihlíð 35. Töfrasýning með Einari Mikael töframanni verður í Króksbíói og Hátæknisýningin Heimur norðurljósa tekur á móti gestum í Puffin and Friends.

Opið var í Glaumbæ og Áskaffi frá kl. 10-16, þar sem leggjabú var á hlaðinu og sögustund í baðstofunni en í kvöld sýnir Leikfélag Sauðárkróks leikritið Fylgd eftir heimamanninn Guðbrand Ægi Ásbjörnsson. Leikritið hefur fengið mjög góða dóma, en í leikritinu er fjöldi nýrra laga og texta eftir skagfirska höfunda.

Á morgun verður Kaffiklúbburinn Skín við sólu Skagafjörður Skagafjörður með morgunkaffi í Ljósheimum, Vormót Molduxa hefst klukkan 11 á Grænumýrarfjöri verður hægt að sjá kiðlinga og lömb og í Bifröst verða sýndar stuttmyndir nemenda FNV kl. 20. Rúsínuna í pylsuenda Sæluvikunnar skaffar Karlakórinn Heimir á tónleikum í Menningarhúsinu Miðgarði.

Ekki verður samt dagskrá Sæluvikunnar uppurin því á sunnudaginn verður flóamarkaður og kökubasar í Melsgili, myndlistarsýning í Gúttó, félagsvist í Safnaðarheimilinu, bíó- og leiksýning í Bifröst.

Sjá HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir