Safnabókin 2014 er komin út
Í Safnabókinni má finna upplýsingar um meira en 160 söfn, setur, sýningar, þjóðgarða og kirkjur um allt land. Á undanförnum árum hefur verið mikil gróska í safnamenningu og fjölmörgum verkefnum hefur verið hrundið af stað í öllum landsfjórðungum, sem tengjast menningu og sögu landsins. Safnabókin kortleggur þetta menningarlandslag og er óhætt að segja að það komi á óvart hversu ríkt og frjósamt menningarlífið er um allt land.
Bókin er í handhægu formi, henni er skipt eftir landshlutum og geymir upplýsingar um opnunartíma og verðskrá safnanna, stutta kynningu á hverju safni og ótal fallegar myndir.
Safnabókin er ókeypis, hana má nálgast í verslunum Samkaupa -Strax, Úrval og Nettóverslunum um land allt. Einnig má finna hana á upplýsingamiðstöðvum ferðamanna og á söfnunum sjálfum.
Grípið með ykkur Safnabókina í ferðalagið um Ísland í sumar og munið að sjón er sögu ríkari.
/Fréttatilkynning