Safnahúsið á Sauðárkróki opnar aftur

Safnahúsið á Sauðárkróki. Mynd: skagafjordur.is
Safnahúsið á Sauðárkróki. Mynd: skagafjordur.is

Safnahúsið á Sauðárkróki opnar nú aftur dyrnar fyrir gestum eftir að nýjar reglur um samkomugann tóku gildi. Varúðarráðstafanir þær sem í gildi voru síðustu vikurnar fyrir lokun verða viðhafðar, þ.e. að allir snertifletir verða sótthreinsaðir nokkrum sinnum á dag, s.s. lyftutakkar, hurðarhúnar, handrið og annað það sem fólk snertir.

Afgreiðsla bókasafnsins verður opin frá kl. 11-18 alla virka daga og skjalasafnsins kl 9-12 og 13-16. 

 Þjónustan verður skert enn um sinn:

  • Bækur sem skilað er inn eru settar til hliðar og sótthreinsaðar og geymdar í þrjá daga áður en þær eru lánaðar út aftur.
  • Dagblöð og tímarit liggja ekki frammi.
  • Leikföng og púðar hafa verið fjarlægð úr barnadeildinni.
  • Engir viðburðir verða í húsinu.
  • Kaffi verður ekki í boði.
  • Starfsfólk biðlar til fólks að virða tveggja metra fjarlægðarregluna.
  • Fólk er einnig beðið um að stoppa ekki lengur á bókasafninu en þann tíma sem það tekur að skila/velja/taka bækur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir