Samgönguminjasafnið leitar að gömlum skellinöðrum
Samgönguminjasafnið í Stóragerði hefur á Fésbókarsíðu sinni óskað eftir gömlum skellinöðrum. Á síðu safnsins segir; „ Við eigum eina fallega Honda MT50 einnig er Honda SS50 í uppgerð, en okkur vantar Yamaha DT 50, Honda MTX, Honda MB og Suzuki TS til varðveislu. Hjálpið okkur að finna þessar gersemar sem eru að hverfa.“
Þeir sem eiga hálf ónýtar gersemar í fórum sínum geta haft samband við Gunnar í síma 845-7400