Sannkallað gróðurveður

Gróðurinn ætti að taka vel við sér næstu daga enda gerir spáin ráð fyrir hægri vestlægri eða breytilegri átt og skýjað en úrkomulítið. Bjart með köflum síðdegis, en líkur á þoku við ströndina til kvölds. Hiti 10 til 15 stig að deginum, en mun svalara á annesjum.
Svipuð spá er næstu daga en um helgina er gert ráð fyrir sól og góðu veðri. Það verður því tilvalið að nýta helgina til vorverka í garðinum.

Fleiri fréttir