Sauðárkróksrallý um helgina

Gunnar Karl og Ísak eru efstir til stiga í Íslandsmótinu. Hér hreyfa þeir til rykið á Djúpavatnsleið í fyrstu keppni ársins. Mynd: Katrín María Andrésdóttir.
Gunnar Karl og Ísak eru efstir til stiga í Íslandsmótinu. Hér hreyfa þeir til rykið á Djúpavatnsleið í fyrstu keppni ársins. Mynd: Katrín María Andrésdóttir.

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallakstri fer fram í Skagafirði um næstu helgi eða laugardaginn 25. júlí. Keppendur verða ræstir frá Skagfirðingabúð á Sauðárkróki kl. 8 og munu koma í endamark um kl. 16:45 við stjórnstöð keppninnar sem verður við N1 á Sauðákróki. Eknar verða sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal og verða því vegir lokaðir fyrir almennri umferð þennan dag svo sem hér segir:

Kl. 08:10 – 13:00: Vegur nr. 35 um Mælifellsdal / Mælifellsdalsvegur F756 um 4,5 km frá Efribyggðarvegi nr. 751 að Bugavatni. Við þetta lokast einnig aðkoma af vegslóða um Gilhagadal inn á fyrrnefndan veg.

Kl. 13:00 – 15:00:  Vegur nr. 752 / F752 Skagafjarðarleið frá afleggjara á móts við Litlu-Hlíð / Hof og Hofsvelli að Þorljótsstöðum. Þessi vegur er í raun norðasti hluti af Sprengisandsleið, Skagafjarðarmegin.

Vegfarendum er skylt að virða lokanir og fyrirmæli starfsmanna keppninnar enda fer keppnin fram með leyfi yfirvalda og samræmi við gildandi lög og reglur.

Átján áhafnir eru skráðar til leiks:
Vænta má þess að hart verði slegist um hverja sekúndu enda er baráttan um stig til Íslandsmeistara í algleymingi. Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Guðjónsson eru efstir að stigum að loknum fyrstu tveim keppnunum og munu vafalaust leggja mikið á sig til að styrkja enn stöðu sína fyrir lokaslaginn í mótinu.

Ekkert er þó gefið í þeim efnum, næstir að stigum eru Baldur Hlöðversson og Heimir Jónsson og Skafti Skúlason og Sigurjón Þór Þrastarson.  Skammt þar á eftir koma Daníel Sigurðarson og Erika Eva Arnarsdóttir sem virðast til alls líkleg, þó þau hafi ekki náð að mæta til leiks í fyrstu keppninni.

Í AB varahlutaflokknum leiðir Ívar Örn Smárason stigakeppni ökumanna en Egill Andri Tryggvason er efstur til stiga aðstoðarökumanna. Áhugavert verður að fylgjast með baráttunni það sem eftir lifir mótsins í flokknum þar sem margir geta enn náð að veiða vel úr stigapottinum.

Keppnishaldari að þessu sinni er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur. Keppnisstjóri er Hanna Rún Ragnarsdóttir.  Hægt er að ná á henni í síma 692 9594.  Allar nánari upplýsingar um keppnina er að finna á vefsíðu Bifreiðaíþróttaklúbbsins:  www.bikr.is

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir