Sauðfjárbændafundir í næstu viku
Í næstu viku munu Landssamtök sauðfjárbænda gangast fyrir sjö almennum bændafundum um land allt. Fundirnir verða tvískiptir. Annarsvegar munu formaður og framkvæmdastjóri LS fjalla um störf samtakanna og verkefnin framundan m.a. viðmiðunarverð samtakanna á sauðfjárafurðum, stöðu á markaði og fleira.
Hinsvegar mun verða flutt erindi sem þeir Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur hjá Búgarði í Eyjafirði og Jóhannes Sveinbjörnsson fóðurfræðingur og dósent við Landbúnaðarháskólann hafa tekið saman. Þar verður fjallað um möguleika bænda til að auka tekjur sínar og hvaða áhrif ýmsar áherslur í ræktunarstarfi og meðhöndlun lamba á haustin geta haft á búreksturinn.
Á fundunum verður boðið upp á kjötsúpu og kaffi. Allir velkomnir.
-
Mánudagur. 16 ágúst.
-
Kl. 12.00 Sveitahótelið Hraunsnef, Borgarfirði.
-
Kl. 19.30 Félagsheimilið Birkimel, Barðastönd.
-
KL.19.30 Hótel Blönduós, Blönduósi
-
-
Þriðjudagur. 17 ágúst
-
Kl. 12.00 Félagsheimilið Ýdalir, Aðaldal
-
Kl. 19.30 Golfskálinn Ekkjufelli, Fljótsdalshéraði
-
-
Miðvikudagur. 18 ágúst.
-
Kl. 12.00 Smyrlabjörg, A-Skaftafellssýslu
-
Kl. 19.30 Félagsheimilið Hvoll, Hvolsvelli
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.