Sérfræðing vantar á Selasetur
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
19.11.2008
kl. 12.13
Starf sérfræðings við Selasetur Íslands á Hvammstanga og Háskólann á Hólum er laust til umsóknar. Staðan skiptist til helminga milli Selaseturs og Háskólans á Hólum. Þetta er meðal þess sem kemur fram á heimasíðu Selasetursins.
Umsækjanda er ætlað að stunda rannsóknir, ráðgjöf og kennslu á sviði náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Kennsluskylda er við ferðamáladeild Háskólans á Hólum en ráðgjöf og rannsóknarskylda við Selasetur Íslands en starfsemi þess tengist uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra.
Ráðningin er til þriggja ára með möguleika á fastráðningu. Fyrstu sex mánuðir í starfi skoðast sem gagnkvæmur reynslutími.