Síðasta opnun Spes í sumar
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
20.08.2010
kl. 09.13
Spes sveitamarkaður á Laugarbakka verður opinn fram á sunnudag og er það í síðasta sinn á þessu sumri. Markaðurinn hefur fengið frábærar viðtökur í sumar og tóku fjölmargir íbúar Húnaþings vestra þátt í því að framleiða handverk og matvæli fyrir markaðinn.
- Spes sveitamarkaður verður opinn þessa daga sem hér segir:
- Föstudagur 20. ágúst, kl. 13-20
- Laugardagur 21. ágúst, kl. 11-18
- Sunnudagur 22. ágúst, kl. 11-18
Leikjagarður Grettisbóls verður opinn en þar er boðið uppá bogfimi, kubb, knattleik, hnefatafl og víkingaleiki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.