Sigur á Ísafirði

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli mætti liði BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í gær, sunnudaginn 1. júní. Stólastúlkur náðu fljótlega forskoti í leiknum og á 29. mínútu skoraði Ashley Marie Jaskula fyrsta markið í leiknum fyrir Stólana.

Nokkrum mínútum síðar bætti Carolyn Polcari við öðru marki fyrir Stólana og staðan því í hálfleik 0-2 fyrir Tindastól. Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleik og fóru Stólastúlkur sigursælar upp í rútu eftir leikinn með þrjú ný stig. Stólastúlkur eru nú með fimm stig eftir þrjár umferðir.

Næsti leikur hjá stelpunum er sunnudaginn 8. júní nk. og er leikurinn skráður á Sauðárkróksvöll.

Fleiri fréttir