Sigurður Arnar nýr þjálfari í frjálsíþróttunum
Þjálfarateymi Frjálsíþróttadeildar Tindastóls hefur borist góður liðsauki en hinn kunni frjálsíþróttakappi, Sigurður Arnar Björnsson, er snúinn til baka heim á Krókinn og tekinn til starfa fyrir deildina.
Arnar er öllum að góðu kunnur í Skagafirði, sonur Björns Sigurðssonar frá Stóru-Ökrum og Ingibjargar Guðjónsdóttur á Sauðárkróki, en hann er kennari að mennt og hefur auk þess starfað við þjálfun fyrir Frjálsíþróttadeild Ármanns í Reykjavík. -Við bjóðum hann velkominn og það er vissulega mikill fengur að honum í hóp okkar frábæru þjálfara, segir á heimasíðu frjálsíþróttadeildarinnar.