Sjálfbærar byggingar

Í gærmorgun var komið að Vísindum og graut, mánaðarlegum fyririrlestri á vegum Ferðamáladeildar Hólaskóla. Að þessu sinni fjallaði Kjartan Bollason, lektor við deildina, um sjálfbærar byggingar en þær eru viðfangsefni hans í doktorsnámi við Oxford Brookes University.

Kjartan útskýrði hvað átt er við með „sjálfbærum byggingum“ og ræddi um nauðsyn þess að horfa á byggingar út frá sjálfbærni. Hann vísaði m.a. í dæmi um slíkar byggingar, bæði erlendis og hérlendis. 

Allnokkur hópur áheyrenda hlýddi á mál Kjartans, og gerði góðan róm að.

/Hólar.is

Fleiri fréttir