Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi

Prófkjör til framboðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi Alþingiskosninga fer fram laugardaginn 21. mars 2009. Rétt til þátttöku í prófkjörinu eiga allir þeir sem gerst hafa flokksbundnir sjálfstæðismenn fyrir 21. febrúar 2009 og eru auk þess fullgildir meðlimir Sjálfstæðisfélaganna í kjördæminu, þar búsettir og hafa náð 16 ára aldri á prófkjörsdag. Framboðsfrestur til þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi rennur út miðvikudaginn 25. febrúar.

 

 

Frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þarf að vera flokksbundinn meðlimur Sjálfstæðisflokksins, með lögheimili í Norðvesturkjördæmi og vera kjörgengur í Alþingiskosningunum næst komandi. Allar frekar upplýsingar s.s.um  framboðseyðublað og reglur flokksins, má nálgast á heimasíðu Sjálfstæðisfokksins í Norðvesturkjördæmi: www.nordvesturland.is. Frambjóðendum og öðrum áhugasömu er bent á að hafa að hafa samband við starfsmann Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í gegnum tölvupóst með því að senda á netfangið: fannar@xd.is  eða með því að hringja í síma: 437-1460. Öllum framboðum skal skila í pósti til Fannars Hjálmarssonar starfsmanns Kjördæmisráðs á eftirfarandi heimilisfang: Arnarklett 30, 310 Borgarnesi. Póststimpill gildir ef framboð berast eftir 25. febrúar.

 

Fyrir hönd kjörnefndar,

Jóhann Kjartansson, formaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir