Sjómannadagurinn á Skagaströnd - Myndir
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
04.06.2013
kl. 09.34
Hátíðarhöld í tilefni Sjómannadagsins fóru fram á Skagaströnd á laugardaginn. Björgunarsveitin Strönd hafði veg og vanda af deginum eins og áður. Boðið var upp á skrúðgöngu, Sjómannamessu, skemmtisiglingu, leiki, glens og gaman. Dagskráin endaði svo á stórdansleik með Sigga Hlö. Meðfylgjandi myndir tók Ásdís Birta Árnadóttir.
.
