Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði
Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði í annarri umferð spurningarkeppninnar Útsvars sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV á föstudagskvöldið. Í fyrstu umferð sigruðu Skagfirðingar lið Ísafjarðar.
Liðið er skipað þeim Berglindi Þorsteinsdóttur, ritstjóra Feykis, Indriða Þór Einarssyni, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs hjá Svf. Skagafirði og Guðrúnu Rögnvaldardóttur, framkvæmdastjóra staðlaráðs Íslands.
						
								
			
