„Skemmdist lítið sem ekkert, enda amerískur“

Það var seinlegt verk að ná vörubílnum upp á veginn aftur. Mynd: Baldvin Jónsson
Það var seinlegt verk að ná vörubílnum upp á veginn aftur. Mynd: Baldvin Jónsson

Vegurinn um Vatnsskarð var lokaður sl. sunnudag þegar unnið var að því að losa vörubíl sem endaði utan vegar þremur dögum fyrr en þá geisaði mikið óveður á Norðurlandi. Verkið var seinlegt að sögn Jóhannesar Þórðarsonar, tók u.þ.b. 5-6 klukkutíma.

„Við vorum líklega sjö að vinna við að koma bílnum upp en hann lá á hliðinni við þjóðveginn. Hann skemmdist lítið sem ekkert, enda amerískur,“ sagði Jói er Feykir hafði samband við hann í gær og bætti við að bíllinn hefði strax verið kominn í vinnu daginn eftir.

„Bíllin er frá Sigga Danska og komu fimm manns frá fyrirtækinu hans og aðstoðuðu við að ná honum upp og þeir komu með tvo kranabíla. Við hjá Þórði Hansen ehf. vorum með einn kranabíl,“ segir Jói.

Myndirnar tóku Baldvin Jónsson og Inda Björk Alexandersdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir