Skemmtiferðaskip búin að vera tvö ár á leiðinni

Nú í júlí byrja skemmtiferðaskip loks að koma til Sauðárkróks, það hefur staðið til að fá slík skip hingað seinustu tvö ár en vegna aðstæðna í heiminum varð ekkert úr því.

Í ár eru eru fjórar komur hjá þremur skipum sem þýðir að hátt í 2000 ferðamenn gætu komið á Krókinn með þessum skipum og þá er 1100 manns í áhöfnum skipanna ekki talin með.

Þá þegar er búið að bóka komur nokkurra skipa næstu tvö árin og munu fleiri skip að ölllum líkindum bætast í þann hóp, verða þessar komur án efa mikil lyftistöng fyrir ferðamannaiðnaðinn á svæðinu.

Hægt er að sjá upplýsingar um komur skipanna á skagafjordur.is með því að nýta hnapp sem hefur veruð bætt við fyrir miðri síðu sem heitir „komur skemmtiferðaskipa“.

Það eru Iceland Travel og Atlantik sem eru að selja þessar glæsilegu pakkaferðir sem koma við á Sauðárkrók.

/IÖF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir