Skemmtilegt stærðfræðiverkefni

Úr stærðfræðitíma.

Rannveig Hjartardóttir, kennaranemi, á Blönduósi fór með krakkana í skemmtilegt verkefni á dögunum er hún settu upp einn rúmmetra af stöngum og lét krakkana í 10. bekk koma sér sem flest fyrir inn í rúmmetran. Kristinn Justiniano og Elín Hulda voru með skemmtilega frétt um tímann á Óvitanum.

-Í þessari viku er búin að vera hjá okkur Rannveig Hjartardóttir kennaranemi. Hún er búin að vera í tímum með Lilju Jóhönnu stærðfræðikennara.

Rannveig kom með skemmtilegt verkefni svo við gætum áttað okkur á hvað einn rúmmetri er stór, hún setti upp einn rúmmetra með stöngum á gólfið og áttum við í tíunda bekk að reyna að koma okkur sem flest inn í rúmmetrann. Hún kom líka með heimaverkefni fyrir okkur sem var mjög skemmtilegt, við áttum að mæla hvað eldhúsgólfið okkar væri margir fermetrar og hvað eldhúsið sjálft væri margir rúmmetrar. Síðustu tvo daga höfum við þreytt samræmt lokapróf í stærðfræði frá árinu 2006.

Fleiri fréttir