Skíðaiðkendur hittast við Grettislaug
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.09.2014
kl. 14.51
Annan sunnudag, 12. október kl. 14:00 er boðað til samverustundar hjá skíðaiðkendum hjá Tindastóls. Þar verður boðið upp á grillaðar pylsur og vetrarstarfið kynnt. Æfingar hefjast svo um áramót.
Meðal þess sem er fyrirhugað í vetur er að stofna brettadeild. Til að skrá sig í vetrarstarfið er hægt að senda tölvupóst á sbr@simnet.is sem fyrst. Áhugasamir eru svo hvattir til að mæta við Grettislaug og hafa gaman saman, segir í tilkynningu frá stjórn skíðadeildar Tindastóls.