Skilyrði verði sett fyrir úthlutun byggðakvóta á Skagaströnd

Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagastrandar var rætt um úthlutaðan byggðakvóta til sveitarfélagsins en hann nemur nú 179 þorskígildistonnum. Ákveðið var að óska eftir við háttvirtan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að sérstök skilyrði verði sett fyrir úthlutun byggðakvóta sem kom í hlut Skagastrandar.

Tillagan tekur til fjögurra atriða, m.a. að við úthlutun byggðakvóta verði kvótanum skipt í tvo flokka. Annars vegar verði úthlutað 40 tonnum til báta með hlutdeild í innfjarðarrækjuveiðum á Húnaflóa (Húnaflóarækja) sem eru gerðir út frá  Skagaströnd og hins vegar 139 tonnum skv. almennum skilyrðum reglugerðarinnar auk þeirrar viðbótar sem kann að vera til úthlutunar vegna ónotaðs byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári. Hver útgerð sem sækir um byggðakvóta getur þó átt rétt á úthlutun úr báðum flokkum.

Í öðru lagi að við úthlutun byggðakvóta verði gerð sú breyting að sá hluti sem úthlutað er til báta með hlutdeild þann 1. september 2019 í innfjarðarrækjuveiðum á Húnaflóa (40 tonnum) verði úthlutuðum heimildum skipt jafnt milli hæfra umsækjenda.

Þá er gerð tillaga um að hámark úthlutunar til hvers fiskiskips verði 50 þorskígildislestir og veitt verði undanþága frá löndun til vinnslu sem fram kemur í ákvæði reglugerðarinnar. Fiskiskipum verði eftir sem áður skylt að landa í byggðarlaginu.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir