Skjalasafnið á Hvammstanga fær höfðingja í heimsókn

Mánudaginn 23.feb komu í bóka og Skjalasafnið á Hvammstanga góðir gestir. Voru þar á ferð Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar, Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi ásamt Sigþrúði Guðmundsdóttir.

Erindi þeirra var að færa Skjalasafninu fjárhæð sem ætluð er til að gera skýrslu um hin ýmsu gögn, bréf og annað sem til er og tilheyrir Jakob H.Líndal bónda og jarðfræðing frá Lækjarmóti. Hér er þónokkurt magn gagna að ræða,sem nú verður tekið til rannsókna og skilað greinagerð þar um.

-Þetta framlag Landsvirkjunnar verður til þess að hægt er að byrja þetta verk og eiga þeir Landsvirkjunnarmenn miklar þakkir skildar fyrir að ljá þessu máli lið. Án þeirra aðstoðar gætum við ekki byrjað á þessu nú, segir frá þeim á Skjalasafninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir