Skoða byggingu fjölbýlishúsa á Víðigrund á Sauðárkróki

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Svf. Skagafjarðar þann 10. ágúst var tekið fyrir erindi Jóns Sigurðar Ólafssonar, húsasmíðameistara í Reykjavík, f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, þar sem sótt er um lóðirnar Víðigrund 10-12 og 18-20 á Sauðárkróki. Lagðar voru fram drög eða teikningar að átta íbúða húsi á tveimur hæðum til viðmiðunar.

Skipulags- og byggingarnefndin tók jákvætt í erindið, og samþykkti að hefja deiliskipulagsvinnu fyrir svæði sem afmarkast af Víðigrund og Skagfirðingabraut.

„Málið snýst um að reyna að þétta reitinn þar sem eru tvö svæði sem hægt væri að koma fyrir húsum. Hér þarf að vanda til verka svo sem með tilliti til þess að leysa bílastæðamál ofl. Einnig hvernig þessi hús gætu snúið gagnvart núverandi húsum,“ segir Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar grænn litur rammar utan um heildarskipulag fyrir svæðið en rauðir kassar u.þ.b. það svæði sem er verið að horfa til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir