Skólabílstjórar vilja endurskoðun samninga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
09.10.2008
kl. 08.45
Skólabílstjórar í Húnaþingi vestra hafa óskað eftir viðræðum við sveitastjórn um ákvæði verksamninga um akstur skólabarna. Er í erindi þeirra sérstaklega vísað til ákvæðis 2. gr. um gjald fyrir skólaakstur í ljósi umtalsverðra kostnaðarhækkana á rekstri bifreiða sl. ár.
Fól Byggðaráð skólastjóra grunnskóla, sveitarstjóra og formanni byggðaráðs að tala við skólabílstjórana.