Skóladagurinn lengist á Húnavöllum
Í haust hófu 61 nemandi nám við Húnavallaskóla og í leikskólanum Vallarbóli eru skráðir 10 nemendur en báðir skólarnir eru reknir af Húnavatnshreppi. Sigríður B. Aadnegard skólastjóri beggja skólanna kynnti skólastarfið á síðasta fundi Hreppsnefndar og sagði að sama fyrirkomulag yrði með námshópa og fyrra ár og umsjónakennarar væru þeir sömu.
Nokkrar hagræðingar hafa átt sér stað, til að mynda hefur stundartöflum verið breytt, frímínútum fækkað og kennslutími aukinn, jafnframt því að tómstundir og íþróttastarf rúmast nú innan skólatíma. Vegna breytinganna lengist skóladagurinn lítillega, en þetta er m.a. gert til að koma til móts við álit Mennta og menningarmálaráðuneytis varðandi skilgreiningu á skóladögum í grunnskólum.
