Skráning til þátttöku á Grunnskólamót NV lýkur í kvöld
Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra verður haldið í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga nk. sunnudag, þann 4. mars, kl. 13. Þetta er fyrsta mótið í vetur og þurfa skráningar að berast fyrir miðnætti í kvöld, miðvikudaginn 29. febrúar, á netfangið: thyturaeska@gmail.com.
Á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts segir að við skráningu skal koma fram nafn, bekkur og skóli knapa. Einnig þarf að koma fram nafn hests, uppruni, aldur og litur. Loks keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið.
Keppt verður í:
1. - 3. bekkur fegurðarreið
4. - 7. bekkur tölt
8. - 10. bekkur tölt
8. - 10. bekkur skeið, ef veður og aðstæður leyfa
Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og segir á heimasíðu Þyts að greiða skal á mótsstað áður en mót hefst (með peningum en kort eru ekki tekin).
Reglur keppninnar má nálgast á heimasíðu Þyts.