Skráningafrestur framlengdur

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls mun standa fyrir körfuboltabúðum dagana 29.-30. ágúst nk. Samkvæmt vef Tindastóls eru búðirnar opnar öllum börnum og unglingum fæddum á bilinu 1997-2008. Æfingabúðirnar eru opnar öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast íþróttinni, hvort sem þeir æfa eða ekki.

Yfirþjálfarar eru Kári Marísson og Israel Martin. Þeim til aðstoðar verða meðal annars aðrir þjálfarar körfuknattleiksdeildarinnar.

Markmiðið með búðunum er meðal annars að:

  • Kynna íþróttina fyrir nýjum iðkendum
  • Efla grunnþekkingu iðkenda
  • Auka áhuga iðkenda
  • Efla tengsl og áhuga iðkenda í nágrannabyggðum
  • Hefja tímabilið af krafti

Skráningafresti lauk sl. mánudag en hefur nú verið framlengdur fram á fimmtudagskvöld og eru allir áhugasamir hvattir til að taka þátt. Skráning sendist á karfan2014@gmail.com.  Gefa þarf upp nafn þátttakanda og fæðingarár, nafn og símanúmer foreldris/forráðamanns.

Endanleg dagskrá æfingabúðanna og hópaskipting verður sett inn þegar skráning liggur fyrir. Þátttökugjald er kr. 2.000 kr.

Hér er vefur Körfuboltabúðanna 2014.

Fleiri fréttir