Skráningafrestur til miðnættis 27. júlí

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig á Unglingalandsmót UMFÍ, en skráningafrestur er til miðnættis á sunnudaginn 27. júlí. Feykir hafði samband við þau Gunnhildi Dís Gunnarsdóttur, Bríeti Lilju Sigurðardóttur og Sæþór Má Hinriksson, en þau eru á meðal keppenda á Unglingalandsmótinu í ár.

Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir

-Íþróttagrein: Frjálsar

-Hvers vegna ætlar þú að taka þátt í Unglingalandsmótinu í ár? Unglingalandsmótin eru skemmtilegustu mótin sem maður tekur þátt í. Það sem stendur mest upp úr er hvað þetta er allt flott, vel skipulagt og hvað allir eru rosalega miklir vinir og maður kynnist lika bara fullt, fullt af krökkum. Stemmingin er rosalega góð.

-Hefuru farið áður á Unglingalandsmót? Þetta er sjötta Unglingalandsmótið mitt og það stendur alltaf undir væntingum. Það sem stendur mest upp úr af öllum þessum landsmótum var bæting mín í hástökki á landsmótinu í Borganesi 2010.

-Ætlaru að taka aftur þátt á næsta ári? Ég ætla klárleg að taka þátt aftur á næstu ári og ég hvet alla til að vera með. Þetta er klárlega eitt skemmtilegasta mót landsins.

 

Bríet Lilja Sigurðardóttir

-Íþróttagrein: Körfubolti.

-Hvers vegna ætlar þú að taka þátt í Unglingalandsmótinu í ár? Því þetta eru skemmtileg mót, bæði keppnin sjálf og skemmtunin sem er í boði hverju sinni.

-Hefuru farið áður á Unglingalandsmót? Já hef farið tvisvar áður, þegar það var síðast hér á króknum og á Egilstöðum 2012, bæði mótin voru mjög skemmtileg.

-Ætlaru að taka aftur þátt á næsta ári? Það er nú ekki ákveðið en það væri nú samt gaman!

 

Sæþór Már Hinriksson

-Íþróttagrein: Hestaíþróttir og fótbolti.

-Hvers vegna ætlar þú að taka þátt í Unglingalandsmótinu í ár? Ég tek þátt því að Unglingalandsmótin hafa alltaf verið skemmtileg mót og mig langar að kynnast nýju fólki, ekki skemmir fyrir að það verður haldið í heimabyggð.

-Hefuru farið áður á Unglingalandsmót? Ég hef tekið þátt tvisvar áður sem var virkilega gaman í bæði skiptin, góður árangur í frjálsum íþróttum er minnistæður frá þeim mótum.

-Ætlaru að taka aftur þátt á næsta ári? Auðvitað.

 

Skráning fer fram inni á vef UMFÍ

Fleiri fréttir