Skráningu í fjarnám lýkur á morgun
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur í Bóknámshúsi skólans sunnudaginn 22. ágúst kl. 17:00. Heimavistin opnar kl. 13:00. Stundatöflur verða afhentar að lokinni skólasetningu og kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 23. ágúst. Vígslu Verknámshúss skólans hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Flutningur á tækjum og tólum í verknámsdeild tréiðnadeildar í nýtt húsnæði deildarinnar hefur staðið yfir síðustu vikur og segir Atli Már Óskarsson kennari að það hafi gengið vel þó þeir hafi verið á síðasta snúningi með það. Uppsetningu á tækjum annara iðndeilda er ekki lokið og ljóst að verkleg kennsla tefst af þeim sökum.
Innritun í fjarnám við FNV stendur yfir og lýkur á morgun 20. ágúst. Skráning fer fram rafrænt á heimasíðu skólans.
Fundur verður með nemendum í fyrri hluta inðmeistaranáms mánudaginn 23.ágúst kl. 20:00 í Bóknámshúsi FNV. Vilji einhverjir slást í hópinn er enn hægt að bæta í hann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.