Skráningu í framhaldsskóla lýkur í kvöld

Innritun í framhaldsskóla haustið 2009 tekur enda í kvöld en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 11. júní 2009

Innritun í framhaldsskóla er rafræn, þ.e. sótt er um skólavist á netinu. Umsækjendur þurfa að sækja um veflykil sem opnar þeim persónulegan aðgang að innrituninni. Sótt er um veflykil á menntagatt.is/innritun og kemur hann til baka í tölvupósti. Foreldrar/forráðamenn nemenda í 10. bekk fá bréf frá menntamálaráðuneyti þar sem gerð er grein fyrir fyrirkomulagi innritunarinnar.
Á menntagatt.is er að finna rafrænt umsóknareyðublað með leiðbeiningum. Þar eru einnig ýmsar upplýsingar um nám í framhaldsskólum.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast HÉR

Fleiri fréttir