Skýjað og súld af og til í dag
Norðaustlæg eða breytileg átt er á Ströndum og Norðurlandi vestra í dag, 3-8 m/s, en 5-13 á morgun, hvassast á Ströndum. Skýjað og súld af og til í dag, einkum við sjávarsíðuna. Rofar til í fyrramálið, en lítilsháttar él austast. Hiti 3 til 8 stig, en heldur kaldara á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Norðaustan- og austanátt 5-10 m/s. Snjókoma eða él, en úrkomulítið NA-lands. Hiti kringum frostmark.
Á mánudag:
Hæg breytileg átt og víða bjart veður, en norðaustan 5-10 og slydda eða snjókoma NV-til, einkum við ströndina. Hiti 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost í innsveitum.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Austan- og norðaustanátt. Stöku skúrir eða él við S- og A-ströndina, annars bjart með köflum. Hiti kringum frostmark að deginum, en 3 til 8 stiga hiti syðst.