Skýjað og væta með köflum í dag
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðvestan 3-8 m/s, skýjað og væta með köflum. Suðaustan 5-10 og rigning um og eftir hádegi á morgun. Hiti 9 til 16 stig. Víða er unnið að viðhaldi á vegum, ekki síst á endurnýjun á slitlagi, á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur beðnir um að sýna varúð og tillitsemi í slíkum aðstæðum og virða merkingar. Einnig biðja þeir vegfarendur um að sýna sérstaka aðgát vegna jarðsigs á Siglufjarðarvegi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Suðaustlæg átt, 3-8 m/s. Bjartviðri að mestu NA-til, en annars skýjað og rigning með köflum. Hiti 12 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á sunnudag:
Hæg austlæg átt og bjart með köflum N-til, en skýjað fyrir sunnan. Lítilsháttar væta A-lands, en annars úrkomulítið. Hiti 12 til 19 stig, hlýjast fyrir vestan.
Á mánudag:
Hæg suðaustlæg átt og skýjað með köflum, en dálítil rigning S- og V-lands. Hiti 12 til 18 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðaustlægar áttir með vætu fyrir sunnan og vestan, en annars að mestu bjart. Hiti 13 til 22 stig.