Slóvensk landsliðskona til Tindastóls?

Kvennaliði Tindastóls gæti bæst liðsauki í baráttunni í Pepsí Max deildinni í sumar en von er á 25 ára gamalli slóvenskri landsliðskonu, Tina Marolt, næsta mánudag. Að sögn Óskars Smára mun hún æfa með liðinu mánudag og þriðjudag.

„Hún kemur í gegnum umboðsmann sem sendir hana á mig og segir að hún sé að koma til Íslands þar sem hún á kærustu hér á landi og vilji reyna fyrir sér á Íslandi. Hún spilaði í seríu A með Orobica [á Ítalíu] til að mynda, og var nú að klára tímabilið í Swiss með FC Lugano. Hún mun æfa með liðinu mánudag og þriðjudag, verður svo í leiknum bara að fylgjast með, og svo tökum við ákvörðun með hana í lok vikunnar,“ segir Óskar Smári en Tina er miðjumaður sem leyst getur bæði varnarsinnaðan miðjumann, sem og framar.

„Við erum mjög spenntir að sjá hvað Tina hefur fram að færa, en gamlir liðsfélagar og þjálfarar tala afskaplega vel um hana.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbrot af Tinu af YouTube.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir