Slydduskítur og hálkublettir
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.11.2009
kl. 08.19
Spáin gerir ráð fyrir norðaustan 3-18 m/s og slydduélum en hiti verður nálægt frostmarki. Á morgun er gert ráð fyrir vægu frosti.
Hvað færð á vegum varðar þá eru hálkublettir á stöku stað en annars greiðfært.
Fleiri fréttir
-
Framkvæmdir við Vatnsdalsveg dragast saman
Vegagerðin hefur ákveðið breytingar á framkvæmdum við Vatnsdalsveg. Upphaflega var áætlað að endurbyggja samtals 14,9 kílómetra kafla frá Hringvegi og suður að afleggjara að Undirfellsrétt en síðar var ákveðið að stytta framkvæmdakaflann niður í 13 kílómetra. Nú áformar Vegagerðin að kaflinn verði níu kílómetrar og er ástæðan sögð verða boð um niðurskurð hjá stofnuninni. Byggðarráð Húnabyggðar mótmælir þessari ákvörðun harðlega og krefst svara frá Vegagerðinni og ráðherra samgöngumála.Meira -
Þurfum ekki neitt
Í sumar hafa Una Torfa og Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, verið á músíkkölsku ferðalagi. Parið hefur marga músíkfjöruna sopið, þau hafa flakkað um landið og flutt lög í stórum sölum og litlum kirkjum, fyrir fólk á öllum aldri á blíðviðriskvöldum og í óveðri. Núna er komið að Sauðárkrókskirkju í kvöld,21 júli, kl: 20.00Meira -
Frímann og Stjarni
Hér hefur göngu sína nýr þáttur í Feyki en hann nefnist: Sögur af mönnum og hestum. Umsjón hefur Hinrik Már. Það er Eiríkur Jónsson frá Dýrfinnustöðum, nú Óðalsbóndi í Svíþjóð, sem segir hér frá Frímanni á Syðri-Brekkum og hesti hans Stjarna.Meira -
Austfirðingar fengu á baukinn á Blönduósi
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 20.07.2025 kl. 11.58 oli@feykir.isLið Kormáks/Hvatar fékk Austfirðinga í heimsókn á Blönduós í gærdag. Húnvetningar áttu harma að hefna eftir að lið KFA fór vægast sagt illa með gesti sína í fyrstu umferð 2. deildar og vann leikinn 8-1. Leikurinn í gær var um margt líkur fyrri leiknum nema nú voru liðsmenn KFA sem fóru hnípnir heim með skottið á milli lappanna eftir 5-1 tap.Meira -
Húnvetningar dansa á Spáni
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni 20.07.2025 kl. 10.30 bladamadur@feykir.isEins og Feykir hefur sagt frá áður þá fór góður hópur af húnvetnskum krökkum til Spánar að keppa í dansi og eru þau nýkomin heim úr þeirri ferð. Feykir hafði samband við eina úr hópnum, Íseyju Waage sem á heima í Skálholtsvík í Húnaþingi vestra og spurði hana út í þetta ævintýri.Meira