Snorri master
Á hólavefnum segir a' Snorri Styrkársson starfsmaður við Háskólann á Hólum útskrifaðist með mastersgráðu frá Háskólanum á Bifröst 6. júní sl. Snorri fékk viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur en hann fékk 9 í einkunn fyrir meistararitgerð sína í alþjóðlegum banka- og fjármálafræðum.
Lokaritgerð hans fjallaði um áhrif samninga á stjórnunarréttindi á árangur fjárfestinga. Feykir óskar Snorra til hamingju með glæsilegan árangur.