Söngbræður á Norðurlandi
Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði heldur tvenna tónleika á Norðurlandi á næstu dögum. Fyrri tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri annakvöld, föstudagskvöldið 25. október. Seinni tónleikarnir verða í Blönduóskirkju sunnudaginn 27. október kl. 14:00.
Á efnisskránni er blanda af hefðbundnum karlakóralögum og léttum lögum. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson.
