Sparið kalda vatnið!

Vatnsskortur hefur gert vart við sig á Sauðárkróki eins fram hefur komið á Feyki.is og brugðust vatnsfrek fyrirtæki á Sauðárkróki við beiðni Skagafjarðarveitna en nú er komið að hinum almenna neytenda því bilun varð í Sauðárveitu í nótt.
Bilunin hafði þau áhrif að minna vatnsrennsli var inn á forðatanka neysluvatns á Skarðsmóum fram til morguns. Indriði Þór Einarsson, sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Svf. Skagafjarðar, segir að búið sé að laga það sem fór úrskeiðis í nótt en afleiðingarnar séu þær að lítið sé á vatntökum og biðlar hann því til allra notenda kalds vatns á Sauðárkróki að fara eins sparlega með vatnið og mögulegt er í dag og næstu daga. Má í því samhengi benda fólki á að vökva ekki garða eða láta renna lengi að óþörfu úr krönum.
Tengd frétt: Kaldavatnsskortur á Sauðárkróki
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.