Sparisjóður Skagafjarðar á þjóðlegu nótunum

Í tilefni jólanna stóðu starfsmenn Sparisjóðs Skagafjarðar fyrir lengri  opnun í sparisjóðnum föstudaginn 16. desember sl. Notaði Sigurbjörn Bogason útibússtjóri tækifærið og afhenti félagsþjónustu Skagafjarðar peningagjöf sem dreift verður til þeirra sem standa illa fjárhagslega.

 

Var allt á þjóðlegu nótunum, starfsmenn klæddir í lopafatnað og í samstarfi við Sauðárkróksbakarí var gestum og gangandi boðið að gæða sér á heitu súkkulaði og bakkelsi. Skagfirski kammerkórinn söng nokkur jólalög og var gestum boðið að taka þátt í jólaleik. Mikið hefur verið spurt um svör við gátunum og voru svörin sem leitað var eftir Kertasníkir og Krónan. Ungur viðskiptavinur sparisjóðsins mætti galvaskur sl. miðvikudag og dró út aðila sem höfðu skilað inn í að minnst einu réttu svari - hefur þegar verið haft samband við vinningshafa.  Myndir með fréttinni voru teknar af þessu tilefni.

.

Fleiri fréttir