Sparisjóðurinn lætur gott af sér leiða

Á dögunum afhenti Sparisjóður Skagafjarðar fulltrúa félagsþjónustunnar í Sveitarfélaginu Skagafirði fjárframlag í formi gjafakorta handa þeim sem höllum fæti standa í samfélaginu. Slík hefð hefur skapast hjá sjóðnum í desember ár hvert enda leggur hann metnað sinn í að styðja við skagfirskt samfélag.

Myndin er tekin við þetta tækifæri og er það Gunnar Sandholt félagsmálastjóri sem tekur við gjafakortunum úr hendi Sigurbjörns Bogasonar útibússtjóra.

Fleiri fréttir