Spilað 105 leiki með mfl. kvenna hjá Tindastóli
Svava Rún Ingimarsdóttir er fyrsti leikmaðurinn til að spila yfir 100 leiki með mfl. kvenna hjá Tindastóli. Svava Rún hefur verið með boltann á tánum frá því hún man eftir sér og mætti á sína fyrstu fótboltaæfingu með Tindastóli aðeins sex ára gömul.
Þó að það sé mjög krefjandi að vera hluti af liðsheild segir Svava það einnig vera eitt það skemmtilegasta sem hún viti um.
-Síðustu tvö sumur hefur verið sami kjarninn í hópnum og varla hægt að segja annað en að liðsheildin hjá hópnum sé frábær. Allar virðast vera tilbúnar til að leggja það sama á sig til að ná ákveðnum markmiðum sem krefjast þess að fórna þarf ákveðnum hlutum í staðinn, segir Svava Rún en viðtalið við hana er í nýjasta tölublaði Feykis sem kom út í dag.