Spiluðu 1183 holur í golfmaraþoni

Börn og unglingar í Golfklúbbi Sauðárkróks spiluðu maraþon sl. fimmtudag. Markmið krakkana var að spila 1000 holur þennan dag en enduðu með að gera gott betur og spiluðu 1183 holur.

Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson spiluðu bæði 72 holur þennan dag. Ljósm./HG

Samkvæmt fréttatilkynningu frá golfklúbbnum var byrjað að spila klukkan 8 um morguninn og hættu rétt eftir klukkan 21 um kvöldið.

„Barna-og unglinganefnd Golfklúbbs Sauðárkróks vill þakka þeim fjölmörgu bæjarbúum sem styrktu okkur með áheitum vegna maraþonsins,“ segir loks í tilkynningunni.

Fleiri fréttir