Staða skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðar er laus

Ungir skagfirskir fiðluleikarar. Mynd: Tónlistarskóli Skagafjarðar.
Ungir skagfirskir fiðluleikarar. Mynd: Tónlistarskóli Skagafjarðar.

Eins og fólk hefur tekið eftir hafa orðið stjórnenda skipti bæði í grunnskólanum og fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. En það er ekki allt því að staða skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðar er laus til umsóknar. Óskað er eftir stjórnanda sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja krefjandi og framsækið skólastarf í samvinnu við starfsfólk, foreldra og nemendur.

Skólastjóri þarf að hafa sterka sýn á faglega þróun innra starfs skólans ásamt því að styrkja stöðu hans í nærumhverfinu með markvissu samstarfi við aðrar mennta- og menningarstofnanir. Um fullt starf er að ræða með kennsluskyldu og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Kennsla í hljóðfæraleik fer fram á grunn-, mið- og framhaldsstigi.

Tónlistarskóli Skagafjarðar sinnir tónlistarkennslu í öllum Skagafirði; Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi. Kennsla fer fram innan grunnskólanna. Markmið skólans er að veita faglega menntun og þjálfun og vinna að eflingu tónlistarlífs. Tónlistarskólinn stuðlar að skapandi umhverfi og opnar tækifæri fyrir nemendur til þess að nýta tónlist með fjölbreyttum hætti í lífi og starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veitir tónlistarskólanum faglega forstöðu á sviði tónlistarkennslu.
  • Tekur virkan þátt í þróun og skipulagi skólastarfsins og á í samvinnu við sambærilegar stofnanir.
  • Stýrir og ber ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans, þ.m.t. mannauðsmálum.
  • Forysta í mótun og eftirfylgni með stefnu skólans.
  • Leiðir og hvetur starfsfólk áfram með það að markmiði að tryggja sem best samskipti og gagnkvæmt traust.
  • Sinnir kennslu á sínu sviði.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Tónlistarkennaramenntun eða haldbær tónlistarmenntun sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg.
  • Reynsla af stjórnun og/eða faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólum.
  • Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun innan opinberrar stjórnsýslu er æskileg.
  • Kennslureynsla í tónlistarskóla.
  • Leiðtogahæfileikar, metnaður og frumkvæði.
  • Áhugi á skólaþróun og nýjungum.
  • Góð kunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.

Það þarf ekki að fjölyrða um það að í miklu tónlistar héraði eins og Skagafirði þá gegnir öflugur tónlistarskóli lykil hlutverki. Vonandi sér hæft fólk tækifæri í að sækja um þessa stöðu.

Umsóknarfrestur er til 05.08.2025

Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

hmj

Fleiri fréttir