Stanslaust fjör alla helgina

17. Unglingalandsmót UMFÍ er haldið á Sauðárkróki um helgina og verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. UMFÍ er landssamband ungmennafélaga og með ungmennahreyfingunni er verið að efla og hvetja til heilbrigðis, en UMFÍ leggur áherslu á að allir geti verið með og að þátttaka er lífsstíll.

Að sögn Pálínu Óskar Hraundal verkefnastjóra mótsins er það meira en keppni. Mikið er lagt upp úr góðum ungmennafélagsanda og að fá alla til að vera með og taka þátt í því sem er í boði. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytni í kynningum á íþróttagreinum og margvíslegri afþreyingu.

-Mótið er ekkert breytt frá öðrum mótum nema hvað við teljum að við séum með eina af flottustu dagskránni sem hefur verið, hún er auðvitað alltaf að bæta sig á hverju ári. Þannig að við erum með ótrúlega flotta dagskrá og svo hefur þetta keppnissvæði orð á sér fyrir að vera afskaplega þægilegt, hér er svo mikil nálægð við allt, við erum með íþróttasvæðið og tjaldsvæðið beint fyrir ofan og í raun í göngufæri við alla keppnisstaði, það er mjög einstakt og mikill kostur. Hvetjum fólk til að hvíla bílinn eins og kostur er og ganga, segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdarstjóri mótsins.

Pálína Ósk og Ómar Bragi eru í opnuviðtali Feykis.

Viðtalið í heild sinni má lesa í Feyki vikunnar.

 

Fleiri fréttir