Starir leigja Blöndu og Svartá

Svartá. Mynd: angling.is
Svartá. Mynd: angling.is

Ákveðið var á fundi í veiðifélagi Blöndu og Svartár í gærkvöldi að gengið skyldi til samninga veiðifélagið Starir um leigu á laxveiði í Blöndu og Svartá að því að hermt er á veiðivefnum Vötn og veiði. Þar segir að samkvæmt tilboði Stara verði samið til fimm ára og samkvæmt góðum, en þó ónafngreindum heimildum, sé leiguverð í námunda við 60 milljónir. Veiðifélagið Starir leigir m.a. Þverá/Kjarrá, Víðidalsá, Brennuna, Straumana, Litlu-Þverá og Langadalsá við Djúp.

Leigutaki Blöndu og Svartár undanfarin ár er Lax-á sem sagði upp samningi í byrjun síðasta mánaðar vegna lélegrar laxveiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir