Stefna að borun og álagsprófun í haust

Á fundi veitunefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var meðal annars fjallað um stöðu mála vegna hitaveitu í Fljótum. Óskað hefur verið eftir fundi með landeiganda jarðarinnar Langhúsa vegna nýtingar á jarðhita við Dælislaug.

Einnig hefur verið haft samband við Þórólf Hafstað, sérfræðing hjá Ísor, vegna staðsetningar á nýrri borholu við Dælislaug. Í fundargerðinni kemur fram að stefnt sé að borun og álagsprófun holunnar í haust en lagning hitaveitu í Fljótum er áætluð árið 2015.

Fleiri fréttir