Stefnt á opnun skíðasvæðisins á föstudaginn

Samkvæmt vef Tindastóls stefnir í að hægt verði að opna skíðasvæðið í Tindastól á föstudaginn kemur, 12. desember. Töluvert hefur snjóað undanfarna daga og má búast við að skíðafólk bíði spennt eftir komandi vertíð.

Á vefnum kemur einnig fram að hægt er að kaupa árskort á verðinu frá í fyrra, en það gildir til 24. desember og fæst með því að senda tölvupóst á skidi@tindastoll.is eða hringja í síma 4536707.

„Við vonum að veturinn verði góður og skemmtilegur skíðavetur. Það er svo margt hægt að gera fjölskyldan saman í fjallinu og kakó og soðbrauð með hangikjöti á eftir - hvað er hægt að hafa það betra en koma heim með rauðar kinnar,“ segir á vefnum.

Fleiri fréttir