Stefnt að opnun ÓB í lok mánaðarins

Feykir sagði í vetur frá því að framkvæmdir væru hafnar við uppsetningu á nýrri sjálfsafgreiðslustöð ÓB við Borgarflöt á Sauðárkróki, um það bil á því svæði sem áramótabrenna Króksara er staðsett. Samkvæmt upplýsingum Feykis stefnir Olís að því að opna stöðina nú í lok maí.
Í svari við fyrirspurn Feykis kom fram að stöðin henti bæði fólksbílum sem stórum bílum og flutningabílum.