Stelpurnar í körfunni undirbúa sig fyrir átök vetrarins

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls og stjórn körfuboltadeildar mættu sl. sunnudag í  sýndarveruleikasýningu 1238 – Baráttan um Ísland á Sauðárkróki sem á dögunum bættist í hóp samstarfsaðila deildarinnar. Á Faebooksíðu 1238 segir að auk þess að kynna sér Sturlungaöldina og gæða sér á veitingum á Gránu Bistro prufuðu leikmenn nýjan leiktækjasal  þar sem m.a. er hægt að spila litbolta og prófa ýmiskonar tölvuleiki.

„1238 hyggst bjóða upp á fjáröflunarviðburði fyrir körfuboltann í vetur og styðja með margvíslegum öðrum hætti við það góða starf sem KKD Tindstóls stendur fyrir. Baráttan um Ísland er hafin og þar vonum við að Tindstóll standi uppi sem sigurvegari!,“ segir á síðunni.

„Frábær æfing í kvöld og það sést hverjar hafa verið duglegastar fyrstu þrjár vikurnar,“ sagði Árni Eggert Harðarson, þjálfari meistaraflokks kvenna. Mynd af FB síðu körfuknattleiksdeildar.

„Frábær æfing í kvöld og það sést hverjar hafa verið duglegastar fyrstu þrjár vikurnar,“ sagði Árni Eggert Harðarson, þjálfari meistaraflokks kvenna. Mynd af FB síðu körfuknattleiksdeildar.

Á FB síðu körfuboltadeildar Tindastóls segir að kvennalið meistaraflokksins sé að slípast saman eftir stífar æfingar undanfarnar vikur. „Aumir vöðvar og marblettir eru merki um hina miklu samkeppni á æfingum og má búast við að það verði hart barist fyrir hvern leik um að ná í eitt af þessum tólf sætum sem eru í boði,“ skrifar Árni Eggert Harðar í færslunni.

Fyrsti leikur Stólastúlkna í 1. deild fer fram í Síkinu 5. október þegar Fjölnir kemur í heimsókn. Auk þessara tveggja liða leika Grindavik b, Hamar, ÍR, Keflavík b og Njarðvík einnig í sömu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir