Steypuskemmdir á Nöfum

Eins og sést hefur einhver eða einhverjir mokað steypunni vandlega upp úr mótinu og dreift henni um næsta nágrenni. Mynd: FB Svf. Skagafj.
Eins og sést hefur einhver eða einhverjir mokað steypunni vandlega upp úr mótinu og dreift henni um næsta nágrenni. Mynd: FB Svf. Skagafj.

Ekki var aðkoman fín hjá starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar svf. Skagafjarðar að undirstöðu flaggstangar sem þeir steyptu daginn áður þar sem búið var að moka steypunni upp úr mótinu og dreifa henni um svæðið. Flaggstöngin sem um ræðir átti að setja upp fyrir 17. júní hátíðahöldin á Sauðárkróki á Nöfum fyrir ofan íþróttasvæðið.

Á fésbókarsíðu Sveitarfélagsins eru þeir sem geta gefið upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við Þjónustumiðstöð eða senda póst á skagafjordur@skagafjordur.is, einnig er hægt að senda skilaboð hér á Facebook.

Fleiri fréttir