Truflanir á afhendingu á hitaveituvatni á Sauðárkróki og Skarðshreppi
feykir.is
Skagafjörður
09.05.2025
kl. 11.18
Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að vegna endurbóta á virkjunarsvæði í Borgarmýrum verður truflun á afhendingu hitaveituvatns frá kl. 16:00, mánudaginn 12. maí og fram eftir nóttu. Búast má við að efri hluti Túnahverfis og Hlíðarhverfis verði vatnslaus á meðan unnið er, en reynt verður að hafa rennsli á neðri bænum. Vinsamlegast munið eftir að loka fyrir krana á töppunarstöðum og huga að dælum fyrir upphitun í gólfhita- og bílaplönum.