Stjörnuljósasund í dag
Sunddeild Tindastóls mun byrja nýtt ár í dag með sundæfingu og stjörnuljósum í Sundlaug Sauðárkróks og eru allir aldurshópar velkomnir á þessa fyrstu æfingu eða foreldrar, systkini, ömmur og afar.
Æfingin mun standa frá 16:30 til 18:00 og verður boðið upp á ávexti, stjörnuljósasund auk þess sem keppt verður í einhvers konar furðusundi.